18.10.2012 22:00

Skýrslur æskulýðsnefnda.
Brimfaxi sendi inn æskulýðskýrslu til LH fyrir árið 2012.

Allar ársskýrslur frá þeim hestamannafélögum sem sendu inn sínar skýrslur má sjá hér:
(eða sjá inn á www.lhhestar.is ef linkur virkar ekki)

Hér fyrir neðan má lesa afrit af skýrslu Brimfaxa:

Skýrsla æskulýðsdeildar Brimfaxa 2012

Æskulýðsnefnd:
Jóhanna Harðardóttir formaður
Erla Dagbjört Ölversdóttir
Valgerður Valmundsdóttir

Hestamannafélagið Brimfaxi er ungt félag í Grindavík sem var stofnað 25 mars 2010. Brimfaxi gekk í LH árið 2012 og það hefur verið skemmtilegt ár hjá æskulýðsdeildinni.
Hestadagur Brimfaxa var haldin 6 febrúar þar sem vetrardagskrá Brimfaxa var kynnt, einnig var fræðsla um Íslenska hestinn, krakkar skelltu sér á hestbak og teymt var undir þeim yngstu og allir áttu skemmtilegan dag saman og fengu léttar veitingar að degi loknum.
Páskabingó var haldið 2 apríl, en þótt að vel var mætt fengu allir krakkar stór páskaegg og foreldrarnir lítil egg.
Brimfaxi og hestamannafélagið Máni héldu sameiginlega keppni í barnasmala þann 15 apríl sem lukkaðist frábærlega og nokkrir krakkar úr Brimfaxa kepptu á Mánagrund og komu með verðlaun heim til Grindavíkur.
Þann 19 apríl var tekin fyrsta skóflustunga af reiðhöll Brimfaxa og krakkarnir mynduðu röð með fána Brimfaxa á meðan athöfninni stóð.
Reiðnámskeið var haldið fyrir börn og unglinga í maí og var Elsa Magnúsdóttir reiðkennari. Nemenda aldurinn var frá 3 ára og uppúr. Að loknu reiðnámskeiði fengu allir krakkar gullverðlaunapening sem viðurkenningu fyrir námið.
Brimfaxamót var haldið í maí og krakkarnir dugleg að mæta og keppa, en keppt var í pollaflokk og barnaflokk. Að keppni lokinni fengu allir pylsur og öl.
Hætt var við óvissuferð æskulýðsdeildarinnar sem átti að fara í maí vegna dræmrar þáttöku.
Í júní, júlí og ágúst var reiðnámskeið sem haldin var af Arctic horses, en Arctic horses er í samstarfi við Brimfaxa um námskeiðahöld og var fullt á öll námskeið sem segir að það er alltaf áhugi fyrir reiðkennslu og fræðslu.
Æskulýðsnefnd Brimfaxa.
Flettingar í dag: 166
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 154
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 913534
Samtals gestir: 111203
Tölur uppfærðar: 20.6.2019 20:58:45