25.01.2013 13:59

Námskeið í hestamennsku


3 námskeið í hestamennsku (ekki reiðnámskeið) með Coru hjá Mundu og Palla austur í Þórkötlustaðarhverfi.

03.Feb.2013 fyrir KONUR kl.10 til 15.00

09.Feb.2013 fyrir BÖRN kl.10 til 15.00 7 ára til 13 ára

10.Feb.2013 fyrir UNGLINGA  kl.10 til 15.00 14 ára til 17 ára

Hestamennska er mun meira en að fara á bak. Þetta námskeið er ætlað öllum sem vilja læra að umgangast hesta, hvernig hestar hugsa, hvað þeim finnst gott eða vont.
Námskeiðið er ætlað lítið vönum hestamönnum og byrjendum.
Hestar, reiðtygi og léttar veitingar eru á staðnum. 
Þetta er ekki reiðnámskeið en fólki býðst tækifæri til að fara á bak og læra að sitja hest á námskeiðinu.

Atriði sem verða tekin fyrir:
Að nálgast hest
Að mýla hestinn
Kemba
Teyma
Leggja á og beisla

Byrjað er á bóklegum tíma:
Farið verður yfir atriðin sem við förum síðan í í hesthúsinu
Eðli og atferli hestsins

ALLIR VELKOMNIR, BÆÐI FÉLAGSMENN OG AÐRIR!

Verð 8.000kr 

Lágmarksfjöldi þátttakanda er fimm.
Skráið ykkur sem fyrst hjá Coru Claas í síma 844-6967 eða [email protected]

Flettingar í dag: 365
Gestir í dag: 83
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 115
Samtals flettingar: 480947
Samtals gestir: 49164
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 17:35:09