11.10.2013 22:55

Hreinsun nk. sunnudag 13 okt. kl. 10:00



Sælir félagar.
Takk þið sem mættuð á síðasta fund í reiðhöllinni. Það sem var ákveðið þar var að  við reyndum að nýta okkur góða veðrið sem spáð er á sunnudaginn til þess að hreinsa upp allt rusl og hreinsa mold og ryð af höllinni. 
Væri ekki notalegt að mæta kl.10 á sunnudagsmorgunn (13 okt.) og taka til hendinni.
Margar hendur vinna létt verk.
Kv. Formaðurinn.

Annað:
Sigmar Byggingafulltrúi bað mig að koma eftirfarandi skilaboðum til þeirra sem eiga hesthús á svæðinu.
Nú eru að hefjast framkvæmdir á svæðinu og þeir sem eiga dót eða vélar fyrir ofan efstu hesthúsin eru beðnir að fjarlægja það þar sem það verður fyrir framkvæmdunum. Við skulum vera í sambandi við verktakann og vinna með honum við lausn mála.
Einnig verða hesthúsin tengd inná nýju vatnslögnina og þarf þá Þorsteinn að fá upplýsingar um staðsetningu inntaka.
Svo er spurt um hvort ekki eru neinar athugasemdir við lóðamerkingarnar hnitin sem sett voru út fyrir lóðunum.
Við getum fengið annann fund með Sigmari ef menn vilja varðandi það atriði. Verðum í sambandi.
Kær kveðja.
Herra Hilmar formaður
Flettingar í dag: 390
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 872
Gestir í gær: 148
Samtals flettingar: 477118
Samtals gestir: 48838
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 07:22:56