03.04.2015 13:40

Þeir allra sterkustu

Landsliðsnefnd LH heldur töltmótið þeir allra sterkustu og stóðhestakynningu í Sprettshöllinni á morgun laugardaginn 4. apríl.
Keppnin og kynningin er til styrktar Landsliði Íslands fyrir HM í Danmörku í sumar.
Auglýsingu LH má finna á heimasíðu þeirra LHhestar og einnig hér: Allra sterkustu

Kilja frá Grindavík sem er í eigu og ræktuð af Hermanni í Stakkavík mun taka þátt í keppninni allra sterkustu en Kilja er löngu búin að stimpla sig inn sem ein af bestu tölthrossum landsins en 26 hross munu keppa í þessari sterku keppni.

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 261
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 925000
Samtals gestir: 113240
Tölur uppfærðar: 17.7.2019 06:54:02