Brimfaxi átti nokkra fulltrúa á mótum sem fóru fram um sl. helgi.
Aldís Gestsdóttir og Ketill frá Selfossi urðu í 4. sæti í ungmennaflokki í gæðingaskeiði á íþróttamóti Sleipnis.
Á Íþróttamóti Sóta urðu Valgerður S. Valmunds. og Fenja frá Holtsmúla 1 í 4. sæti í 2. flokki í tölti T3 og Sylvía Sól Magnúsdóttir og Gjöf frá Hofsstöðum urðu í 4. sæti í unglingaflokki í fjórgangi V2. Sylvía var einnig með Stelpu frá Skáney í úrslitum en valdi Gjöf í úrslitin.
Sylvía Sól og Stelpa frá Skáney urðu svo í 2. sæti í unglingaflokki í tölti T3 með einkunina 6,72.