26.11.2016 21:44

Frá ferðanefnd Mána

Ferðanefnd hestamannafélagsins Mána langar að bjóða Brimfaxa að koma á kótilettukvöld 4. desember nk. Kvöldið er fjáröflunarkvöld nefndarinnar og kostar 3000 kr. fyrir manninn og 1000 kr. fyrir yngri en 12 ára. Væri gaman ef sem flesir vildu koma og hafa gaman saman.
fyrir hönd ferðanefndar Mána
Guðrún K. Ragnarsdóttir, Vogum
--------------------------------------------

Auglýsing:

Ferðanefnd Mána sagði frá því á aðalfundi félagsins að nefndin er búin að vinna að því að fá gamla uppgróna malargryfjuna til afnota fyrir félagsmenn. Landeigandi er Theodór Guðbergsson í Garði og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Grifjan er sjávarmegin við "skeifuna" okkar svokölluðu á leiðinni út í Garð.
Ætlunin er að gera þarna hólf fyrir hestana og útbúa aðstöðu fyrir okkur til að grilla, tilla okkur og eiga góðar stundir. Þetta er gríðarlega skemmtilegur staður og á án efa eftir að verða vinsæll áningastaður. Okkur í ferðanefnd langar að sem flestir taki þátt í hugmyndavinnunni við þetta verkefni og ætlum við því að hittast í grifjunni laugardaginn 26. nóv kl. 14:00 og vonumst til að sem flestir mæti.
Við þurfum fjármagn til framkvæmdanna, og ætlum því að vera með kódilettukvöld 4. des. n.k. kl. 19:00 í félagsheimili Mána og kostar kr. 3.000.- fyrir manninn og 1000 kr fyrir yngri en 12 ára. Hvetjum alla til að mæta, hafa með sér gesti og láta orðið beras.
Matvæladreifing ehf. ætlar að styrkja okkur um allt meðlæti, og ef einhver eða einhverjir vilja styrkja okkur í sambandi við kjötið þá er allt vel þegið.
Skráning fer fram hjá Kristmundi í síma 893-3191

Flettingar í dag: 574
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 291
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 478766
Samtals gestir: 49046
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 08:55:46