12.12.2016 14:24

Vetrarleikar með Sóta

Sóti hefur boðið Brimfaxa að taka þátt í vetrarleikum Sóta ásamt öðrum mótum eins og skemmtimót og gæðingakeppni og Sóti verður einnig með opið íþróttamót og opið ísmót.
Brimfaxi vill koma þökkum til Sóta fyrir þetta frábæra framtak og vonum að allir taki þátt og hafi gaman.
Hér er eru drög en það á eftir að fast setja dagskrána.

4. feb - Opið ísmót á Bessastaðatjörn (ef veður leyfir)
18. feb - Vetrarleikar 1: Grímutölt - í Brimfaxahöllinni
5. mars - Vetrarleikar 2: Þrígangur - á Sótavelli (ef veður leyfir, annars inni)
1. apríl - Vetrarleikar 3: Tölt T7 og T3 - á Sótavelli (ef veður leyfir, annars inni)
7. apríl - Skemmtimót - hindrunarstökk, smali, liðakeppni ofl.
20 -21 maí - Opið íþróttamót - á Sótavelli
3. júní - Gæðingakeppni með Brimfaxa og Adam

Reglur:
Vetrarleikar
- 2 dómarar í hverri keppni
- Keppt verður í eftirfarandi flokkum: Pollar, börn, unglingar, ungmenni, konur, karlar, heldri menn og konur (50+)
- Hver keppandi getur aðeins keppt í einum flokki
- Hver hestur getur aðeins keppt í einum flokki
- Í grímutölti skal eingöngu sýnt fegurðartölt
- Í þrígangi skulu 3 gagntegundir sýndar (tölt helst ein gangtegund)
- Þrígangur verður á beinni braut
- Töltkeppni fer eftir reglum LH í T7 og T3
- Allar skráningar og greiðslur fara í gegnum Sportfeng
- Skráningargjöld eru 1500 kr. í fullorðinsflokkum og 1000 kr. í yngri flokkum (frítt fyrir polla)

Skemmtimót:
- Reglur koma síðar, aðalatriðið er að hafa gaman saman!

Gæðingakeppni:
Farið eftir reglum LH - Hvert félag ríður sér úrslit

Opna íþróttamót Sóta:
Farið eftir reglum LH

Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 754
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 452921
Samtals gestir: 46085
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 03:05:16