02.11.2018 15:33

61. landsþing

Fréttir af landsfundinum á Akureyri.
Þann 12. og 13. október var landsfundur LH haldinn í Giljaskóla á Akureyri. Fyrir hönd Brimfaxa mættu Hilmar og Ævar og Jónína að hluta ( mætti á fund með æskulýðsnefnd)
Margt skemmtilegt bar þar á góma og fróðlegt í bland, svo sem erindi um hestaferðir, kynningu á Íslenska hestinum með alveg nýrri nálgun sem hefur vakið mikla athygli og
svo samningur við menntastofnanir sem hestaáhugafólk getur nýtt sér til aukinnar menntunar. Samþykkt var að næstu tvö ár verður lagt gjald 300 kr á hvern félagsmann til
styrktar kynningunni á Íslenska hestinum og mun ríkissjóður koma með myndarlegt framlag á móti.
Á fyrri deginum var skipt uppí nefndir og fór formaðurinn í reiðvega nefnd og Ævar í kynbótanefnd og Jónína fór í æskulýðsnefnd. Það lágu engin erindi fyrir reiðveganefnd
en það var samþykt að skora á vegagerðina og hið opinbera svo sem Ríki og sveitarfélög að hreinsa upp aflagðar girðingar sem víða liggja niðri og eru hættulegar ríðandi fólki
og dýrum. Einnig var samþykkt að beina því til stjórnar LH að fá úr því skorið hver er réttur gangandi og ríðandi manna meðfram vötnum og ám. Má td. loka gömlum leiðu með girðingum?
Öryggismál báru á góma og kom tillaga um að krakkar og byrjendur klæddust sérstökum vestum rauðum með viðvörun á og sjálfýsandi borðum.
Ekki lágu nein erindi fyrir kynbótanefnd en menn ræddu þar ýmiss mál en sendu ekki frá sér neina áliktun.
Í Æskulýðsnefnd bar helst á góma að í pollaflokk ætti að hætta að raða í sæti í yngstu keppnisflokkunum og fylgja þar reglum ÍSÍ.
Svo voru náttúrulega flest málin sem snérust um keppnisfyrirkomulag og lagabreytingar og var dálítið varað við að vera ekki að koma mað tillögur seint fram og ílla ígrundaðar.
Það var svo slagur um formannsembættið það sem Jóna Dís Bragadóttir fór fram gegn sitjandi formanni Lárusi Ástmari Hannessyni. Lárus hafði betur en með aðeins 8 athvæða mun sem
segir okkur það að það hafa verið einhverjar væringar sem við vissum ekki um. Það kom svo algerlega flatt uppá okkur þegar Jóna Dís steig í pontu og lýsti því að að sér og sinni fjölskyldu hefði
verið vegið. Þetta fór algerlega framhjá okkur flestum og verður að segjast, að ef satt er þá er þetta eitthvað það lákúrulegasta sem menn  beyta í kosningum  í svona félagsskap sem á að sameina okkur en ekki sundra.
Þinginu lauk svo með þingslitafagnaði á laugarkagskvöldinu með veislu í reiðhöll þeirra norðanmanna og var virkilega vel að þessu staðið hjá þeim, maturinn góður skemtiatriði góð og höllin einhver sú glæsilegasta á landinu.
Takk fyrir hestamannafélagið Léttir Akureyri.
Svo er það rúsínan í pylsuendanum
Hestamannafélögin
BRIMFAXI
Máni
Sóti
Sörli
Sprettur
Fákur
Hörður
Adam   
Ætla saman að halda Íslandsmótin 2019 á Félagssvæði Fáks. Okkar litla félag getur lagt ýmislegt til málanna og munum við ná okkur í dýrmæta reynslu og kynnast fullt af góðu fólki með svipuð áhugamál.
Kær kveðja
Formaðurinn

Flettingar í dag: 220
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 908
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 461351
Samtals gestir: 47011
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 08:42:26