28.11.2021 22:11

Bling bling námskeið



Það var áhugi hjá krökkunum að búa sèr til beisli við heyrðum í Siggu á Sólvangi en hún er að gera bling bling ?? og hún ætlar að bjóða okkur kaffi ,kakó og piparkökur með ?? einnig verður búðin opin ef einhver vill versla .
Hvert barn á inni hjá Brimfaxa úr kaffisölu 3.000 KR. ?
Endilega senda póst á [email protected] sem ætla að mæta og hvort það vantar far.
Hún sendi okkur þetta:
Ætla að bjóða ykkur upp á námskeið í að gera ykkar eigið skraut á hestinn á laugardaginn 4. Desember nk. klukkan 11:00. Við getum haft 8 í hverjum hóp þannig að ef að þátttakan er meiri þá skiptum við upp hópunum og bjóðum upp á annað námskeið klukkan 14:00.
ATH
Ef þátttaka er bara í einn hóp verður námskeiðið kl 13:00
Þið borgið einungis fyrir það sem að þið búið til og það sem þið getið gert á námskeiðinu er:
Ennisband (nokkrar týpur) - 4.500 / Hnakk skraut - 3.500 / Múlar - frá 4.500 - 7.000 / Hundaólar - 4.500
Foreldrar eru velkomnir með - og geta einnig gert sitt skraut - eða hjálpað til.
Það verður hægt að velja úr allskyns litum og gerðum af steinum. Flest skrautið er svokallað hot fix - en þá notum við hitatæki til að festa hvern stein fyrir sig. Mjög auðvelt og á færi allra, undir handleiðslu Birgitte.
Það væri ágætt að heyra aðeins frá ykkur hvaða liti ykkur lýst best á - þ.e. í steinum - því að þá reyni ég að hafa þá steina til. Þær óskir þurfa að koma á morgun mánudag - til að Birgitte geti tekið þá með.
Eins og staðan er í þjóðfélaginu í dag - reynum við eftir bestu getu að huga að sóttvörnum og því geta einungis 8 verið í einu.
??SKRÁNINGAFRESTUR ER TIL ÞRIÐJUDAGS.??
Hlakka til að sjá sem flesta ??
Hér getið þið séð t.d. hvað hægt er að gera:

Flettingar í dag: 372
Gestir í dag: 83
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 115
Samtals flettingar: 480954
Samtals gestir: 49164
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 17:57:58