05.07.2010 16:11

Sæþór frá Stafholti


Þessi ungi og glæsilegi kappi er úr ræktun þeirra Mundu og Palla Jóa í Stafholti. Þetta er mjög eftirtektarverður foli og er hann undan Hákoni frá Ragnheiðastöðum og Bendingu frá Kaldbak.

Í þessum fola eru gen úr gæðingum eins og m.a. Álfi frá Selfossi, Hátíð frá Úlfsstöðum og Gusti frá Grund. Garparnir Orri frá Þúfu og Kolfinnur frá Kjarnholtum koma einnig báðir tvisvar fyrir í ættartrénu hjá honum.

Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 2323
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 653885
Samtals gestir: 67036
Tölur uppfærðar: 14.9.2024 00:11:15