10.08.2010 15:42

isting frá Grindavík

Styrmir fékk þessa myndar hryssu nú í ágúst. Hryssan er undan gæðinginum Eldjárni frá Tjaldhólum og Fold frá Grindavík. Fold er 1. verðlauna Orradóttir og fékk hún 8,24 í aðaleinkunn á sínum tíma og þar af 8,55 fyrir hæfileika.

Fold er ein helsta ræktunarhryssan í Grindavík og er fyrsta hryssan frá Grindavík sem fór í 1. verðlaun. Dóttir Foldar, hún Stakkavík frá Feti fór í 8,31 í fyrra og var fulltrúi Íslands á heimsmeistaramótinu 2009.

Flettingar í dag: 88
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 120
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 334603
Samtals gestir: 31844
Tölur uppfærðar: 27.9.2023 06:30:15