27.02.2011 15:31

Ótitlað

Það er ekki langt síðan Hemmi á Stað skellti sér út í hrossarækt og er ekki að sökum að spyrja með hann Hermann, hann sættir sig ekki við neina meðalmennsku í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Ekki einungis að hann sé kominn með einn besta knapa landsins í vinnu heldur líka er hann farinn að klóra í bakið á helstu hrossaræktendum landsins. Það heyrist því oft sagt meðal ræktenda: ,,Hver er þessi rollukarl þarna úr Grindavík? Hann byrjar bara á toppnum." Við bíðum spennt eftir landsmótinu.

Kær kveðja frá Brimfaxafélögum.

27 jan 2011
Fjórgangur meistaradeild VÍS
10 sæti
Hestur: Ófelía frá Holtsmúla 1 (fædd 2005 einungis á 6 vetri)
Einkunn: 6,73
Knapi: Jakob Sigurðsson
Eigandi: Hermann Ólafsson ( Hemmi á Stað )
Flettingar í dag: 63
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 120
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 334578
Samtals gestir: 31842
Tölur uppfærðar: 27.9.2023 06:08:47