Á folaldasýningu í Sörlahöllinni Hafnarfirði vöktu grindvísku folöldin þeir Sæþór og Brimfaxi mikla athygli fyrir glæsileika og kosti. Sæþór varð í öðru sæti og Brimfaxi í því þriðja. Það er engin spurning um það að þetta vekur mikkla eftirtekt og athygli og auglýsir okkar litla hestamannafélag gríðarlega um leið og ræktunarstarf þeirra hjóna í Stafholti, enda bæði hjónin merkt Brimfaxa í bak og fyrir. Óskum við Brimfaxafélagar Palla og Mundu hjartanlega til hamingju með árangurinn og óskum þeim velfarnaðar í leik og starfi. Kær kveðja stjórn Brimfaxa