05.03.2011 15:26

Sæþór og Brimfaxi vekja athygli


Á folaldasýningu í Sörlahöllinni Hafnarfirði vöktu grindvísku folöldin þeir Sæþór og Brimfaxi mikla athygli
fyrir glæsileika og kosti. Sæþór varð í öðru sæti og Brimfaxi í því þriðja. Það er engin spurning um það að þetta vekur mikkla eftirtekt og athygli og auglýsir okkar litla hestamannafélag gríðarlega um leið og ræktunarstarf þeirra hjóna í Stafholti, enda bæði hjónin merkt Brimfaxa í bak og fyrir.
Óskum við Brimfaxafélagar Palla og Mundu hjartanlega til hamingju með árangurinn og óskum þeim velfarnaðar í leik og starfi.
Kær kveðja stjórn Brimfaxa
Flettingar í dag: 88
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 120
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 334603
Samtals gestir: 31844
Tölur uppfærðar: 27.9.2023 06:30:15