Hestamannafélagið Sóti er að skipuleggja viðburð á LM sem kallast Ríðum á Landsmót. |
![]() |
Hestamannafélagið Sóti er að skipuleggja viðburð á LM sem kallast Ríðum á Landsmót. Hestamannafélögin á stór-höfuðborgarsvæðinu munu taka þátt í þessu með þeim en lagt verður af stað frá Bessastöðum, sunnudaginn 24. júní kl. 11:00. Síðan verða hestamannafélögin sótt í hópinn, eitt af öðru.
Hersingin endar síðar frá Almannadal kl. 15:00 þar sem við ríðum inn á stóra völlinn í Víðidal. Þetta á að vera hestaferða-fílingur, skálmar, hnakktöskur og tilheyrandi. Sörlafélagar eru hvattir til að taka þátt í þessu og taka daginn frá. Nánari útfærsla verður auglýst þegar nær dregur. Drög af dagskrá og minnispunktar eru eftirfarandi: Sunnudagurinn 24. júní • Fyrst og fremst kynning á Landsmóti • Lagt af stað frá Bessastöðum kl. 11:00 • Komið í Sörla kl. 13:00 (Sóti, Máni og Brimfaxi) • Gustur/Andvari kl. 14:00 • Almannadalur kl. 15:00 (Fákur og Hörður) • Stóri hringvöllurinn – Fákur tekur á móti hópnum með viðhöfn
• Hver félag skipuleggur leiðina til næsta félags t.d. Sörli skipuleggur reiðina frá þeim og yfir til Andvara/Gusts o.s.frv. • Hópstjórar eru ábyrgir fyrir að auglýsa reiðina innan síns félags • Pálmi bæjarstjóri hefur þegið boð um að ríða með okkur, beðið er svara frá Dorritt – stefnum á að fá lögreglufylgd yfir Engidalinn
• Lagt af stað frá Bessastöðum • Meðfram Gálgahrauni • Gegnum nýja hverfið við Álftanesveg að Engidal • Framhjá Fjarðarkaupum og í gegnum iðnaðarhverfið • Yfir ljósin hjá Góu • Gegnum Urriðakotsland og út á reiðveginn þar
• Á reiðvegi til reiðhallar Sörla
• Þar af ca 3-4 á malbiki Kemur þú ekki örugglega með • Mikill hugur hjá hinum félögunum • Það verður bara gaman! Hestamannafélagið Sóti |
© 2023 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is