09.06.2012 12:16

Ríðum á landsmót

Hestamannafélagið Sóti er að skipuleggja viðburð á LM sem kallast Ríðum á Landsmót.

Hestamannafélagið Sóti er að skipuleggja viðburð á LM sem kallast Ríðum á Landsmót. Hestamannafélögin á stór-höfuðborgarsvæðinu munu taka þátt í þessu með þeim en lagt verður af stað frá Bessastöðum, sunnudaginn 24. júní kl. 11:00. Síðan verða hestamannafélögin sótt í hópinn, eitt af öðru.

Hersingin endar síðar frá Almannadal kl. 15:00 þar sem við ríðum inn á stóra völlinn í Víðidal. Þetta á að vera hestaferða-fílingur, skálmar, hnakktöskur og tilheyrandi.

Þar sem við í Sóta erum svo vel í sveit sett með að hafa hrossin okkar í sumarbeit á Álftanesi þá hvetjum við alla sem eru með hesta á nesinu að koma með okkur í þessa reið. Þetta verður bara gaman.

Sörlafélagar eru hvattir til að taka þátt í þessu og taka daginn frá. Nánari útfærsla verður auglýst þegar nær dregur.

Drög af dagskrá og minnispunktar eru eftirfarandi:

Sunnudagurinn 24. júní

• Fyrst og fremst kynning á Landsmóti

• Lagt af stað frá Bessastöðum kl. 11:00

• Komið í Sörla kl. 13:00 (Sóti, Máni og Brimfaxi)

• Gustur/Andvari kl. 14:00 • Almannadalur kl. 15:00 (Fákur og Hörður)

• Stóri hringvöllurinn – Fákur tekur á móti hópnum með viðhöfn

• Hver félag skipuleggur leiðina til næsta félags t.d. Sörli skipuleggur reiðina frá þeim og yfir til Andvara/Gusts o.s.frv.
• Ekki að ætlast til að félagsmenn ríði í hvítum reiðbuxum heldur er þetta hestaferð og fatnaður við hæfi (t.d. lopapeysa, skálmar, hnakktöskur o.þ.h)
• Reiðskólum á þessu svæði verði boðið að taka þátt í reiðinni
• Gaman væri ef hvert félag byði uppá örlitla hressingu fyrir þátttakendur þegar þeir eru sóttir (þá verður stoppað og t.d. tekið lagið)
• Sjálfsagt er að bjóða bæjarstjórum með í reiðina (eða t.d. bara frá Almannadal)
• Þegar riðið er frá Almannadal þá yrði hvert félag með sinn félagsfána

• Hópstjórar eru ábyrgir fyrir að auglýsa reiðina innan síns félags

• Pálmi bæjarstjóri hefur þegið boð um að ríða með okkur, beðið er svara frá Dorritt – stefnum á að fá lögreglufylgd yfir Engidalinn

• Lagt af stað frá Bessastöðum
• Meðfram Álftanesvegi að Selsgarðsgirðingu. Inn þar og út að sjó

• Meðfram Gálgahrauni

• Gegnum nýja hverfið við Álftanesveg að Engidal

• Framhjá Fjarðarkaupum og í gegnum iðnaðarhverfið

• Yfir ljósin hjá Góu

• Gegnum Urriðakotsland og út á reiðveginn þar

• Á reiðvegi til reiðhallar Sörla
• Ca 12 km

• Þar af ca 3-4 á malbiki
• Steinunn stefnir á prufutúr eitthvert kvöldið í næstu viku :)

Kemur þú ekki örugglega með

• Mikill hugur hjá hinum félögunum

• Það verður bara gaman!

Hestamannafélagið Sóti

Flettingar í dag: 2
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 2234
Gestir í gær: 270
Samtals flettingar: 389213
Samtals gestir: 40322
Tölur uppfærðar: 8.12.2023 00:01:33