Margir Brimfaxafélagar eru sauðfjáreigendur og smala sínu fé í Þórkötlustaðarétt á haustin. Smalið er vinsælt meðal hestamanna hvort sem þeir eru að smala eða fara sér til skemmtunar og hjálpa til við smal og rekstur.
Stöð 2 var með kvikmyndaupptöku í rekstrinum á heimildaþætti sem þeir eru að framleiða um Reynistaðabræður, þar sem Grindvískt sauðfé og hestar frá www.arctichorses.com léku aðalhlutverkið í þeirri upptöku.