05.11.2012 18:36

Hvað er um að vera ?




Á vefsíðum hesta netmiðla má finna flest allar þær upplýsingar sem um er að vera í hestamennskunni. Þótt haustin séu oftast róleg tíð hjá hestamönnum er þó alltaf eitthvað um að vera.

Hér er samantekt fyrir næstu viku:

Miðvikudaginn 7 nóv. kl: 20:00 verður almennur félagsfundur hrossaræktarsamtaka Suðurlands í félagsheimili Sleipnis á Selfossi.

Fimmtudaginn 8. nóv. kl: 20:00 verður almennur félagsfundur meistaradeildarinnar á Ingólfshvoli í Ölfusi.

Föstudaginn 9. nóv. kl: 16:00 stendur dómraranefnd LH fyrir opnum fundi í húsakynnum ÍSÍ um dómstörf ársins 2012 bæði á gæðinga- og íþróttamótum. Einnig mun Sigríður Björnsdóttir dýralæknir kynna lokaniðurstöður úr "Klár í keppni" verkefninu. Allir þeir sem áhuga hafa á dómstörfum og velferð hestsins okkar eru boðnir velkomnir.

Föstudaginn 9. nóv. kl: 20:00 verður haldin sölusýning í nýrri reiðhöll á Króki/Margrétarhofi í Ásahrepp.

Laugardaginn 10. nóv. kl: 13 verður folaldasýning Adams í Boganum að Þúfu í Kjós og strax að lokinni sýningu verður haldið hrossauppboð á hrossum á öllum aldri.

Laugardaginn 10. nóv. kl: 20:00 verður svo uppskeruhátíð hestamanna á Broadway.

Flettingar í dag: 2268
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 1464
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 653816
Samtals gestir: 67033
Tölur uppfærðar: 13.9.2024 23:06:26