Föstudaginn 9. nóv. kl: 16:00 stendur dómraranefnd LH fyrir opnum fundi í húsakynnum ÍSÍ um dómstörf ársins 2012 bæði á gæðinga- og íþróttamótum. Einnig mun Sigríður Björnsdóttir dýralæknir kynna lokaniðurstöður úr "Klár í keppni" verkefninu. Allir þeir sem áhuga hafa á dómstörfum og velferð hestsins okkar eru boðnir velkomnir.
Föstudaginn 9. nóv. kl: 20:00 verður haldin sölusýning í nýrri reiðhöll á Króki/Margrétarhofi í Ásahrepp.
Laugardaginn 10. nóv. kl: 13 verður folaldasýning Adams í Boganum að Þúfu í Kjós og strax að lokinni sýningu verður haldið hrossauppboð á hrossum á öllum aldri.
Laugardaginn 10. nóv. kl: 20:00 verður svo uppskeruhátíð hestamanna á Broadway.
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is