12.11.2012 16:18

Reiðnámskeið, tamningar og þjálfun.



Námskeið í vetur hjá Mundu og Palla Jóa.
Reiðkennari Cora Claas.

Hvað viltu læra?

Til stendur að halda mismunandi reiðnámskeið í vetur og auk þess verður boðið upp á einkakennslu. Það eiga allir að geta fundið eitthvað sem þeim hentar til að bæta sig og hestinn sinn. Fyrirhuguð eru tvö Knapamerkjanámskeið, eitt á 1. stigi og eitt á 3. stigi, þátttaka þarf að vera næg svo hægt sé að halda knapamerkjanámskeið. Það má finna upplýsingar um Knapamerkin á http://knapi.holar.is (smellið líka á merkin sem eru efst á síðunni til að fá frekari upplýsingar). Síðan verður haldið annað námskeið eða önnur og væri þá best ef nemendur gerðu grein fyrir því hvað þeir vildu helst læra.

Boðið verður upp á almennt reiðnámskeið fyrir þá sem vilja, þar sem við reynum að hafa alltaf tvo og tvo saman eftir getu og sníðum kennsluna að hverjum hóp.

En kannski er þörf fyrir byrjendanámskeið fyrir fullorðna?

Hafið þið áhuga á fortamninganámskeiði (tryppi á öðrum og þriðja vetri) eða frumtamninganámskeið þar sem allir mæta með bandvant tryppi og við gerum það reiðfært?

Hafið þið áhuga á að fara á jafnvægisnámskeið þar sem fyrst og fremst er hugsað um að bæta jafnvægi ykkur og ásetuna, þar sem gildir - Betri knapi betri hestur!

Endilega hafið samband við mig og segið frá því sem þið hafið áhuga á!

Ég hef verið að kenna í Grindavík undanfarna vetur í aðstöðunni hjá Mundu og Palla Jóa. Í gegnum tíðina hef ég líka tamið fyrir þau. Í sumar tókum við þá ákvöðun að flytja til Grindavíkur og fluttum við hingað í haust.

Ég er núna með aðstöðu hjá Mundu og Palla Jóa, tek þar hross í þjálfun og býð upp á reiðkennslu.

Fyrir þá sem þekkja mig ekki. Ég heiti Cora Jovanna Claas er 30 ára gömul og fædd í þýskalandi, ég er búin að búa á Íslandi af og til frá 1999 og alveg síðan 2004. Ég er útskrifaður reiðkennari og þjálfari frá Hólum og hef starfað við tamningar frá 1999 og kennslu frá 2007 á Íslandi, í Þýskalandi og Danmörku. Maðurinn min heitir Arnar Bjarki og dóttir mín heitir Katla Björk og er 1árs.

Ef þið viljið ná samband við mig getið þið kíkt við í hesthúsið, hringt í síma 8446967 eða sent línu á [email protected]
 
Kær kveðja
Cora Jovanna Claas. 
Flettingar í dag: 501
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 2443
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 597145
Samtals gestir: 63015
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 10:07:22