09.12.2012 23:35

Fræðslukvöldið



Fræðslukvöld Brimfaxa var haldið 6 des. 2012, mæting var góð og ánægja með skemmtilegan og fróðlegan fræðslufund. Eftir fræðslu um flest allt sem viðkemur fóðrun, vítamíni, salti, vatni, ormalyfsgjöfum, hnjúskum og svo lengi mætti telja, var farið að holdstiga sýningarhross í mismunandi holdum þar sem gestir voru látnir meta og stiga sjálfir, áætla fóðurþörf, brúkun og uppbyggingu hvert hross fyrir sig.

Reglugerð um aðbúnað, umhirðu og heilbrigðiseftirlit hrossa má sjá hér: http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/160-2006

Brimfaxi þakkar Coru fyrir fræðsluna og Palla Jóa og Mundu fyrir afnotið af aðstöðunni þeirra.

Eins og má sjá á meðfylgjandi mynd voru gestir í góðu skapi og GSM símamyndir eru komnar í myndaalbúmið.

Kveðja
Stjórnin.
Flettingar í dag: 436
Gestir í dag: 135
Flettingar í gær: 551
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 336812
Samtals gestir: 32594
Tölur uppfærðar: 2.10.2023 19:31:18