
Mynd: Mani.is
Prinsessa frá Grindavík tók þátt í vesturlandssýningunni sem Hrossaræktarsamband Vesturlands stóð m.a. að og var haldin í Faxaborg í Borgarnesi 23 mars sl.
Knapi hennar var Berglind Ýr Ingvarsdóttir.
Faðir Prinsessu er Þorgrímur frá Litlalandi og móðir Mugga frá Litlu-Sandvík.
Eigandi og ræktandi Prinsessu er Styrmir Jóhannsson.
Hér að ofan er mynd af Prinsessu og Styrmi á folaldasýningu Mána 2008.