15.06.2013 19:11

Jónsmessa


21 - 23 júní nk. er hin árlega Jónsmessuferð.
 
Margra áratuga hefð er fyrir Jónsmessuferð hestamanna, í daglegu tali hjá hestamönnum í Grindavík og nágrenni er ferðin kölluð Vigdísarvallaferð.
 
Hér er smá fróðleikur af Wikipekia um Jónsmessu: http://is.wikipedia.org/wiki/J%C3%B3nsmessa
Jónsmessa er fæðingarhátíð Jóhannesar skírara. Rómarkirkjan ákvað að haldið skyldi upp á fæðingardaga Jesú Krists og Jóhannesar skírara á þessum fornu sólstöðuhátíðum á stysta og lengsta degi ársins á norðurhveli.
;Eins er það með venjur á Jónsmessunótt að á íslandi var ekki sama trúin á mikil drauga eða nornalæti, kannski vegna þess að þær verur þola illa dagsins ljós og þessi nótt nær dagsbjört og því ekki neitt myrkur til að hræðast hvað leynst gæti í því. Þó þótti Jónsmessunótt ein af fjórum mögnuðustu nóttum ársins ásamt jólanótt, nýjársnótt og þrettándanótt en allar þessar nætur eru nálægt sólhvörfum. Margur af þeim átrúnaði sem þessum nóttum tengdist var hinn sami, eins og að þær væru góðar til útisetu á krossgötum, kýr tali og selir fari úr hömum sínum.;
 
Flettingar í dag: 190
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 908
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 461321
Samtals gestir: 47011
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 07:57:00