16.07.2013 15:08

Ræktun



Fold frá Grindavík kastaði brúnu hestfolaldi undan Sæ frá Bakkakoti 14. júlí sl.
 
Fold er undan Orra frá Þúfu og Freyju frá Víðivöllum, eigandi og ræktandi hennar Styrmir Jóhannsson.
 
Fold hefur gefið keppnis-og sýningarhross eins og Freyja móðir hennar. Þess má geta að dóttir Foldar hún Stakkavík frá Feti sem er einnig ræktuð af Styrmi var sýnd á Landsmóti hestamanna 2008 í flokki 4 v. hryssa og 2009 keppti hún fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Sviss í flokki 5 v. hryssa. Stakkavík er með 8.31 í ae (aðaleinkunn)
 
Fold frá Grindavík er sýnd með 8.24 í ae og Sær frá Bakkakoti er sýndur með 8.62 í ae og er hann með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.
 
Myndin hér að ofan er af Fold og nýköstuðum syni hennar, en fleiri myndir af þeim má sjá í myndaalbúminu hér: http://brimfaxi.is/photoalbums/249941/
Flettingar í dag: 966
Gestir í dag: 448
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 338006
Samtals gestir: 33069
Tölur uppfærðar: 3.10.2023 19:08:35