
Helgi frá Stafholti keppti í tölti í ungmennaflokk á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín sem var 4 - 8 ágúst sl. og vann silfurverðlaun fyrir hönd Danmerkur.
Knapi og eigandi Helga frá Stafholti er Carolina Poulsen. Helgi og Carolina áttu góða stuðningsmenn í stúkunni eins og má sjá á myndinni hér fyrir ofan.
Þess má geta að Helgi hefur keppt fyrir hönd Brimfaxa á ýmsum mótum og m.a. á Landsmóti hestamanna 2012.
Ræktendur og fyrrum eigendur Helga eru Guðmunda Kristjánsdóttir og Páll J. Pálsson í Stafholti.
Hér má sjá myndband af Helga í A úrslitum (knapinn er í rauðum jakka með grænan borða)
(takið copy/paste af linknum ef er ekki hægt að smella á hann!)