Mynd: Belinda Ottósdóttir.
Jakob S. Sigurðsson keppti á Kilju frá Grindavík á opna Íþróttamóti Dreyra í ágúst sl. Jakob og Kilja voru farsæl á mótinu og unnu 1. flokk í tölti með einkunnina 7,83.
Jakob hefur keppt á nokkrum sterkum mótum á Kilju á þessu ári með feykigóðum árangri og oftast í úrslitum á þeim mótum sem þau hafa tekið þátt í.
Kilja er köstuð í Grindavík árið 2007 og er því um unga hryssu að ræða sem fær svo glæsilega einkunn í töltkeppni.
Kilja er undan Landsmótssigurvegaranum Geisla frá Sælukoti og Kilju frá Norður-Hvammi.
Ræktandi og eigandi Kilju er Hermann Th. Ólafsson.