22.04.2014 23:40

Sumardagurinn fyrsti 24. apríl

Sæl öllsömul.
Þá er komið að því að vígja nýja reiðveginn sem liggur með nesveginum og við erum nýbúin að láta mala hann fyrir okkur.
Við ætlum að taka daginn snemma og vera lögð af stað klukkan 10:00 árdegis. Það verður lagt af stað frá hesthúsahverfinu á slaginu 10:00 og er mikilvægt að sú tímasetning standist. Víkurmenn eru beðnir um að ríða á móti okkur og mæta okkur við Þorbjörn. Svo ríðum við saman í fylkingu og klippum á borða og vígjum reiðleiðina. Stóra spurningin er þessi, ætli Víkurmenn bjóði uppá kaffi já og kannski eitthvað með því.? ja þegar stórt er spurt  svarar Guðjón útí hött!.
Sjáumst vonandi hress og kát.
Kv. Formaðurinn.
Flettingar í dag: 199
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 520
Gestir í gær: 108
Samtals flettingar: 481301
Samtals gestir: 49242
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 09:42:34