30.04.2014 23:07

Töltmót 10. maí.

Töltmót Brimfaxa verður haldið á hringvellinum laugardaginn 10. maí kl. 14:00.
 
Mótið er fyrir félagsmenn Brimfaxa og keppt verður í hægu tölti og fegurðartölti.
(Hægt tölt á vinstri hönd. Snúið við og fegurðartölt (frjáls ferð) á hægri hönd).
2-3 inná í einu.
 
Keppt verður í
Pollaflokkur (teymdir pollar)
Pollaflokkur (ríðandi pollar)
Barnaflokkur (10 -13 ára á árinu)
Unglingaflokkur (14 - 17 ára á árinu)
Ungmennaflokkur (18-21 á árinu, ef næst þáttaka)
Kvennaflokkur 1
Kvennaflokkur 2
Karlaflokkur 1
Karlaflokkur 2
 
Flokkur 1 er fyrir þá sem eru vanir keppnum.
Flokkur 2 er fyrir þá sem hafa lítið eða minna vanir keppnum.
 
Þáttökugjald er 2000 kr. í kvenna og karlaflokk, 1000 kr. í unglingaflokk, 500 kr. í barnaflokk og frítt í pollaflokka.
Keppendur mega skrá fleiri en 1 hest, og þá er það helmingur af verði á hvern hest eftir fyrsta hest.
 
Vegna pöntun á verðlaunapeningum er nauðsynlegt að skrá sig í alla flokka.
Skráning er í síma 661-2046 eða 848-0143 eða senda skráningu á netfangið [email protected]
Síðasti skráningardagur er mánudagskvöldið 5. maí.
 
Greiða má þáttökugjaldið með því að leggja inn á reikning Brimfaxa í gegnum heimabanka. Reikningsuppl. verða gefnar upp við skráningu.
 
Kveðja
Mótanefnd.
Flettingar í dag: 1092
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 2798
Gestir í gær: 574
Samtals flettingar: 509987
Samtals gestir: 52937
Tölur uppfærðar: 21.5.2024 17:57:14