08.05.2014 16:56

TREC mót fyrir börn, unglinga og ungmenni.

 
Brimfaxa-krakkar! Töltmótinu var frestað um hálfan mánuð en laugardaginn 10. maí kl 16:00 (klukkan 4) verður haldið létt og skemmtilegt TREC þrautamót í kennslugerðinu í hesthúsahverfinu og keppt verður í öllum flokkum.
TREC er ný keppnisgrein sem svipar til smala.
 
Keppt verður í:
Teymdir pollar 0 - 9 ára.
Ríðandi pollar  0 - 9 ára .
Barnaflokkur 10 - 13 ára.
Unglingaflokkur 14 - 16 ára.
Ungmennaflokkur 18 - 21 árs.
 
Skráning á staðnum og ekkert þáttökugjald :)
 
Verðlaunaafhending verður með öðruvísi fyrirkomulagi nú en áður, allir fá verðlaunablað á mótstað en við ætlum öll að að hittast í hesthúsahverfinu miðvikudaginn 14. maí kl. 18:30 (klukkan hálf sjö) og afhenda verðlaunapeninga og hafa happdrætti fyrir keppendur. Hlökkum til að sjá ykkur.
 

Kveðja, móta-og æskulýðsnefnd.

 
Flettingar í dag: 398
Gestir í dag: 131
Flettingar í gær: 551
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 336774
Samtals gestir: 32590
Tölur uppfærðar: 2.10.2023 19:09:41