Opið miðsumarmót / styrktarmót æskulýðsdeildar Brimfaxa verður mánudagskvöldið 16. júní kl. 19:00 í kennslugerðinu.
Styrktarmótið er smalamót og er opið öllum (í alla flokka), hvort sem þeir eru félagsmenn Brimfaxa eða ekki og nú er um að gera að taka með vini og vandamenn og lofa þeim að spreyta sig á skemmtilegum smalaþrautum.
Allir á öllum aldri eru velkomnir að taka þátt.
Keppt verður í:
Opnum smala (bæði kynin)
Karlaflokki
Kvennaflokki
Kaldir krakkar (krakkar á öllum aldri)
Teymdar tengdamömmur (Tengdamömmur eru teymdar í gegnum þrautirnar)
Byrjendaflokkur (þar ekki endilega að vera á hesti, má teyma eða láta teyma sig, eða fara þrautirnar á tveimur jafnfljótum)
Skráning og greiðsla á staðnum og skráningargjald fyrir hverja grein er 2000 kr. en 500 kr. í krakkaflokk.
Keppt verður um 1 verðlaunasæti í opnum flokki, karla-og kvennaflokki og krakkaflokki í verðlaun er m.a. gjöf frá Líflandi.
Allir kaldir krakkar, teymdar tengdamömmur og byrjendur sem taka þátt fá sérslegin verðlaunapening með merki Brimfaxa.