02.01.2015 13:31

Hvatningarverðlaun

Sylvía Sól Magnúsdóttir fékk hvatningarverðlaun Afrekssjóðs Grindavíkur og UMFG á kjöri íþróttmanns og íþróttakonu Grindavíkur 2014.
Frétt um alla verðlaunahafa má sjá á heimasíðu Grindavíkurbæjar eða hér:

Sylvía Sól Magnúsdóttir - Hestmannafélagið Brimfaxi

Sylvía Sól er áhugasamur hestamaður sem stundar sína íþrótt allt árið um kring af miklu kappi hvort sem umræðir keppni eða þjálfun. Hún hefur sótt þau reiðnámskeið sem henni hafa staðið til boða og á eigin vegum sótt æfingar bæði hjá reiðkennurum og leiðbeinendum, hún hefur ekki látið veður né annað stöðva sig í að mæta á sínar æfingar og sýndi að með miklum dugnaði og metnaði er hægt að bæta sig og og ná takmörkum sínum.
Sylvía hefur tekið þátt í öllum innanhúsfélagsmótum Brimfaxa og keppt á opnum íþrótta- og gæðingamótum fyrir hönd félagsins með góðum árangri og verið félaginu til sóma bæði inná velli og utan.

Flettingar í dag: 886
Gestir í dag: 444
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 337926
Samtals gestir: 33065
Tölur uppfærðar: 3.10.2023 18:03:47