27.01.2015 22:07

Reiðhallarvinna

Ágætu félagar.
Eins og öllum ætti að vera kunnugt um, þá erum við að vinna í reiðhöllinni og þá aðallega um helgar.
Þar sem við erum í forsvari fyrir vinnunni og erum allir í fullri vinnu virka daga, þá verðum við að nýta helgarnar og það vel. Það er því mjög mikilvægt að sem flestir félagsmenn láti sjá sig ef þeir mögulega geta, því allir geta gert eitthvað og margar hendur vinna létt verk. Þegar við byrjum að nýta kvöldin, þá látum við vita.
Á laugardögum byrjum við kl. 08:00 en á sunnudögum byrjum við kl. 10:00.
Stöndum þétt saman og höfum gaman.
Kær kveðja,
Formaðurinn.

Flettingar í dag: 1060
Gestir í dag: 456
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 338100
Samtals gestir: 33077
Tölur uppfærðar: 3.10.2023 20:13:00