
Landsliðsnefnd LH heldur töltmótið þeir allra sterkustu og stóðhestakynningu í Sprettshöllinni á morgun laugardaginn 4. apríl.
Keppnin og kynningin er til styrktar Landsliði Íslands fyrir HM í Danmörku í sumar.
Kilja frá Grindavík sem er í eigu og ræktuð af Hermanni í Stakkavík mun taka þátt í keppninni allra sterkustu en Kilja er löngu búin að stimpla sig inn sem ein af bestu tölthrossum landsins en 26 hross munu keppa í þessari sterku keppni.