
Töltmót Brimfaxa verður föstudaginn 29 maí.
Mótið hefst kl. 18:00 og er fyrir alla skuldlausa félagsmenn.
Keppt verður í tölti (T7) í þessari röð:
Pollaflokk
Barnaflokk
Unglingaflokk
Ungmennaflokk
Kvennaflokk
Karlaflokk
Veitt verða verðlaun fyrir öll sæti í yngri flokkum en þrjú efstu í kvenna- og karlaflokk.
Þáttökugjald er 1500 kr. fyrir kvenna- og karlaflokk en frítt í yngri flokka.
Hægt er að greiða inn á reikning Brimfaxa: 530410-2260 0146 - 15 - 250134
Síðasti skráningardagur er þriðjudagskvöldið 26. maí.
Eftir mót er fyrirhugað að grilla og við munum senda út nánari tilkynningu um það þegar nær dregur.
Kveðja, mótanefnd.