04.06.2015 21:46

Hestamenn A.T.H

Landssambandi hestamannafélaga var að berast þessi tilkynning frá Hjólreiðasambandinu.

Það verður haldin stór hjólreiðakeppni laugardaginn 13. júní þar sem 700 hjólreiðamenn hjóla frá Hafnarfirði til Bláa Lónsins, svo allir hestamenn sem ætla sér að ríða út á þessum slóðum þann daginn þurfa að hafa varann á til að forðast árekstra og slys.

Til Hestafélaga og hestafólks

Albert Jakobsson heiti ég og er að skipuleggja Blue Lagoon Challenge sem er stærsta fjallahjólamót Íslands. Keppnin fer fram þann 13. júní 2015 frá kl. 16 - 21.  

Hjólað er frá Hafnarfirði að Bláa lóninu. Til að forðast slys á hestum og mönnum langar okkur að biðja ykkur að hafa það í hug að það verða 700 manneskjur hjólandi á þessari leið.

Hjólað verður frá hesthúsabyggðinni Hlíðarþúfur í Hafnarfirði, síðan er hjólað á Hvaleyrarvatnsvegi og Krýsuvíkurvegi og beygt inn á Vigdísarvallaveg. Vigdísarvallavegur 428 að gamla Suðurstrandavegi inn að Ísólfsskála á gamla Suðurstrandaveginn, þaðan inn á nýja Suðurstrandaveg í gegnum Grindavík, þá Grindavíkurveg að fjallinu Þorbirni. Suður fyrir Þorbjörn inn á Norðurljósaveg að Bláa lóninu. 

Flettingar í dag: 1153
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 2798
Gestir í gær: 574
Samtals flettingar: 510048
Samtals gestir: 52949
Tölur uppfærðar: 21.5.2024 19:04:56