24.02.2016 21:47

Hestaferð 2016

Ferðanefnd Brimfaxa er búin að skipuleggja hestaferð dagana 8 - 11 júlí í sumar.
Búið er að panta skálann að Kletti í Þjórsárdal í þrjár nætur og planið er að fara dags ferðir út frá skálanum. Ferðin byrjar og endar í Stóru-Mástungu 2 í Gnúpverjahreppi ofan við Árnes. Dagleiðirnar eru um 25 km. þannig að 2 hestar ættu að duga flestum. Haldin verður kynningarfundur í maí. (nánar auglýst síðar)
Skráning og frekari upplýsingar eru hjá ferðanefnd.

Flettingar í dag: 51
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 120
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 334566
Samtals gestir: 31840
Tölur uppfærðar: 27.9.2023 05:47:29