Frægasti hestur Grindvíkinga er án efa Rauðka sem bjargaði Karlssyni frá Ísólfsskála frá ræningjum í Tyrkjaráninu árið 1627. Rauðka hefur verið rauð á litinn eins og nafnið gefur til kynna en oft er hestum gefið nafn eftir litnum sem þeir hafa og algengara áður fyrr en núna að nefna hestana eftir lit.
Engar aðrar upplýsingar eru til um Rauðku nema það sem sagan segir (enda langt, langt síðan) en í dag eru öll hross merkt og skráð og hægt að skoða t.d. ættir þeirra í gagnagrunni sem heitir WorldFengur sem er eiginlega eins og Íslendingabók hestsins.
Einn elsti hestur sem er skráður í WorldFeng var fæddur 1860, það var hryssa sem hét Gráskjóna frá Gullberastöðum sem var gráskjótt en fædd bleikskjótt.
Ætli eldri hross en hún séu skráð í WorldFeng ?