13.05.2017 22:11

Opna Álftanesmótið í Hestaíþróttum

Opna Álftanesmótið í hestaíþróttum verður haldið helgina 20.-21. maí n.k. Keppt verður á hinum rómaða velli hestamannafélagsins Sóta við Breiðamýri á Álftanesi.

Skráning fer fram í Sport Feng og hefst hún mánudaginn 8. maí og stendur til miðnættis þriðjudaginn 16. maí.

Boðið verður upp á eftirtaldar keppnisgreinar:
Opinn flokkur - 1.flokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Tölt T2 - Fimmgangur F2
Opinn flokkur - 2.flokkur (minna vanir): Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Tölt T2 - Fimmgangur F2
Annað - 3.flokkur (byrjendur): Fjórgangur V2 - Tölt T7 
Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Tölt T2 - Fimmgangur F2...
Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Tölt T2 - Fimmgangur F2 
Barnaflokkur: Fjórgangur V2 -Tölt T3 -T7 
Pollatölt

Skráningargjöld:
 1-3 flokkur: kr. 4.000,-- pr. skráning.
 Barna, unglinga og ungmennaflokkar: kr. 3.000,-- pr. skráning. Pollar: 500.-

Leynigestur mun afhenda verðlaunin sem eru m.a. myndir eftir listakonuna Helmu, sem býr á Álftanesi. 
Mótanefnd hestamannafélagsins Sóta áskilur sér rétt til þess að sameina eða fella niður flokka ef þess þarf og stytta mótið í einn dag sé þess þörf. 
Þeir sem þurfa hesthúspláss á meðan að á mótinu stendur geta haft samband við Jörund, formann félagsins í s: 898-2088 eða sent okkur skilaboð á FB.  
Álftanes er sveit í borg og aðstaðan hjá Sóta er það líka. T.d. er ekki upphitunarvöllur né reiðhöll á staðnum en hins vegar góð, lokuð gerði (hringgerði sem og 20x40 gerði). Við lofum hins vegar fallegu útsýni og góðri stemningu!

Sjáumst á Álftanesi þann 20. maí
Kveðja,
Mótanefnd Sóta

Flettingar í dag: 3556
Gestir í dag: 276
Flettingar í gær: 1612
Gestir í gær: 130
Samtals flettingar: 549059
Samtals gestir: 58829
Tölur uppfærðar: 21.6.2024 22:16:26