28.10.2017 17:13

Æskulýðsbikar LH til Brimfaxa

Til hamingju Brimfaxafélagar.
Sá ánægjulegi viðburður átti sér stað á formannafundi LH. að hestamannafélagið Brimfaxi
hlaut Æskulýðsbikar LH. fyrir frábært æskulýðsstarf.
Þetta er mikill heiður fyrir okkur og vakti  mikla athygli á fundinum. Ég vill nota tækifærið og óska þeim stöllum í æskulýðsráðinu hjartanlega til hamingju fyrir frábært starf og mikla þrautsegju oft við erfiðar aðstæður. Það var sérstaklega haft á orði að félögin þurfa ekki að vera stór til þess að gera frábæra hluti og fór stjórn æskulýðsnefndar LH. fram á það að við byðum þeim í heimsókn, þau vilja endilega fá að sjá okkur.
Jóhanna, Valgerður og Sunneva enn og aftur takk fyrir frábært starf í þágu okkar allra.
Formaðurinn

Flettingar í dag: 436
Gestir í dag: 135
Flettingar í gær: 551
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 336812
Samtals gestir: 32594
Tölur uppfærðar: 2.10.2023 19:31:18