12.12.2017 16:20

Æskulýðsbikarinn

 

Grindavik.is 

Sá ánægjulegi viðburður átti sér stað á formannafundi Landsambands Hestamanna að hestamannafélagið Brimfaxi hér í Grindavík hlaut Æskulýðsbikar landssambandsins fyrir frábært æskulýðsstarf. Þetta er mikill heiður fyrir Brimfaxa og það öfluga æskulýðsstarf sem unnið er innan raða félagsins en Brimfaxi stendur reglulega fyrir mótum fyrir yngri iðkendur ásamt námskeiðum og fleiri uppákomum.

Meðfylgjandi mynd var tekin á fundi frístunda- og menningarnefndar síðastliðinn miðvikudag þar sem samstarfssamningur Brimfaxa og Grindavíkurbæjar var til umræðu. Þær Valgerður Söring og Jóhanna Harðardóttir mættu á fundinn með bikarinn góða með sér.

Flettingar í dag: 398
Gestir í dag: 131
Flettingar í gær: 551
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 336774
Samtals gestir: 32590
Tölur uppfærðar: 2.10.2023 19:09:41