Næstkomandi föstudag 20. apríl ætlum við að eiga skemmtilega kvöldstund saman ! Við byrjum á að spreyta okkur í smalakeppni og eftir það geta allir keypt sér kvöldmat en það verður pottréttur frá Northen light inn og eftir það já..hver veit !
Mótanefndin er allavega í stuðgírnum og ætlar að halda uppi fjöri :)
Vonandi komast nú sem flestir þó að það sé ekki nema bara til að hvetja formanninn í púslinu og borða með okkur. En auðvitað mæta nú allir og taka þátt.
Keppt verður í 2 flokkum: 14 ára og yngri og 15 ára og eldri.
Skáning á staðnum.
Við ætlum að byrja kl. 18:00 á þeim yngri og svo taka þeir eldri við, eftir það borðum við og höfum gaman.
Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 19:00 á fimmtudag í matinn. Þeir sem skrá sig eiga að leggja inn á Brimfaxareikninginn: 0146 - 26 - 250134 kt. 530410-2260
og senda staðfestingu á á [email protected]Verð á mann er 1700 kr.
Mikilvægt er að þeir sem ætla að borða skrái sig í matinn því eingöngu verður pantað eftir fjölda skráninga.
Kveðja, mótanefnd.