10.12.2018 17:55

Jólafjör

Föstudagurinn 14.desember hefur orðið fyrir valinu til að halda smá Brimfaxajólafjör þannig að endilega takið kvöldið frá!
Okkur langar rosalega að eiga skemmtilega jólastund með öllum, ekki bara krökkunum heldur líka mömmum, pöbbum, ömmum og öfum.
Við ætlum að hittast um klukkan 18:00 í reiðhöllini, jólaskreyttri.
Gaman væri ef allir gætu komið með eitthvað smá á kaffiborð.... já hvern langar ekki í kökur í kvöldmatinn? Við sjáum um heitt súkkulaði og kaffi ??
Eins og áður hefur komið fram ætlum við að dansa í kringum jólatréð og hafa svo jóladiskó en heyrst hefur að Hilmar sé búinn að vera að æfa jólalögin og ætlar að spila undir.
Gott væri að vita hvað við eigum von á mörgum þannig að endilega sendið okkur email, sms eða hringið í 848-0143 Jóhanna eða 612-2267 Sylvía Sól.
Hlökkum til að eiga með ykkur notalega jólastund!

Flettingar í dag: 304
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 586
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 590103
Samtals gestir: 62589
Tölur uppfærðar: 21.7.2024 15:20:17