30.12.2020 22:14

Sylvía Sól íþróttakona Grindavíkur


Sylvía Sól Magnúsdóttir er íþróttakona Grindavíkur árið 2020 fyrir hestaíþróttir.

Allt um íþróttafólk Grindavíkur má finna hér:

Sylvía Sól Magnúsdóttir er öflug íþróttakona innan vallar sem utan. Hún keppti í ungmennaflokki, opnum flokki og meistaraflokki og var í verðlaunasæti á nær öllum mótum sem hún keppti á. Sylvía Sól er í 16 sæti og 21 sæti á stöðulista yfir landið í fjórgangi og tölti. Með forkeppnum, A og B úrslitum telja keppnirnar 10 samtals. Sylvía Sól stundar nám á hestabraut í Fjölbrautaskólanum í Mosfellsbæ og starfar við tamningar og þjálfun. Hún fékk ekki tækifæri í ár til að verja Íslandsmeistaratitil sinn né keppa fyrir Íslands hönd þar sem stórum mótum var aflýst á þessu ári en Sylvía Sól var í byrjun árs valin í U-21 landsliðshóp Íslands af Landssambandi hestamanna.    

Flettingar í dag: 1027
Gestir í dag: 453
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 338067
Samtals gestir: 33074
Tölur uppfærðar: 3.10.2023 19:51:52