Smalamótið okkar verður haldið núna á sumardaginn fyrsta, 22.apríl.
Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:
Pollaflokkur (9 ára og yngri) - Frítt
Barnaflokkur (10-13 ára) - 500 kr.
Unglingaflokkur (14-17 ára) - 500 kr.
Fullorðinsflokkur (18 ára og eldri) - 1000 kr.
Skráning fer fram í gegnum email -
[email protected] - og við skráningu skal koma fram nafn knapa og hests. Skráningarfrestur er til kl 16 á miðvikudag.
Við erum að búa brautina til og ætlum að setja hana upp á miðvikudagsmorguninn þannig að hægt verður að skoða og prufa brautina annað hvort fyrir eða eftir reiðnámskeiðið sem er í höllinni þann dag

(hún verður einnig uppi í reiðtímunum þannig að þeir sem eiga reiðtíma geta prufað hana þá).
Tímasetning og ráslistar koma síðan hér inn á miðvikudaginn!