Grímtuötið okkar verður haldið næstkomandi laugardag, 22.maí. Við munum byrja á pollaflokki klukkan 14:30. Keppt er í tölti T7, en það er hægt tölt, snúið við og þá frjáls ferð á tölti.
Það verða bæði veitt verðlaun fyrir töltkeppnina sjálfa og svo verðlaun fyrir besta búning í hverjum flokki.
Skráning hefst í dag og mun standa til miðnættis á miðvikudag en pollana má skrá alveg til klukkan 14 á laugardaginn!
Hér að neðan eru flokkarnir sem boðið verður upp á og skráningargjöld.
Pollaflokkur - FRÍTT
Barnaflokkur (10-13 ára) - 500 kr.
Unglingaflokkur (14-17 ára) - 1000 kr.
Fullorðinsflokkur (18 ára og eldri) - 1500 kr.
Skráning fer fram í gegnum email
[email protected] og það þarf að setja inn nafn knapa og hests og upp á hvora höndina knapinn vill ríða.
Skráningargjöldin skal leggja inn á reikning Brimfaxa:
Kt. 530410-2260
Rkn. 0143-15-380658
Endilega setjið nafn knapa í skýringu og sendið á brimf
[email protected] svo við vitum hverjir hafa greitt skráningargjöld

Þeir sem áttu eftir að borga fyrir smalann mega leggja það inn með þessum gjöldum (það verður þá að senda á mig og láta vita)

ATH að skráning er ekki talin gild fyrr en skráningargjald hefur verið greitt.