02.01.2022 22:02

Rúrik og Sylvía Sól tilnefnd frá Brimfaxa


Rúrik og Sylvía Sól tilnefnd frá Brimfaxa fyrir íþróttamann og íþróttakonu Grindavíkur 2021
Rúrik Hreinsson, karlknapi Grindavíkur 2021
Rúrik keppti með góðum árangri í Áhugamannadeild Equsana og var lykilmaður í sínu liði. Hann hefur á árinu lagt sig fram um að byggja upp hestaíþróttina í Grindavík.
Sylvía Sól Magnúsdóttir, kvenknapi Grindavíkur 2021
Sylvía Sól komst í úrslit á öllum þeim mótum sem hún keppti á í ár. Hún keppti á sínu síðasta ári í ungmennaflokki en er þegar farin að keppa í opnum flokki og meistaraflokkum.
Allt um Íþróttafólk Grindavíkur má finna hér: grindavik.is
Flettingar í dag: 1111
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 2798
Gestir í gær: 574
Samtals flettingar: 510006
Samtals gestir: 52941
Tölur uppfærðar: 21.5.2024 18:20:04