19.04.2022 22:34

MARTAKSMÓTARÖÐIN 2022 - LOKAMÓT

 

Við hendum í skemmtilegt lokamót laugardaginn 23.apríl og keppum í eingangi og bjórtölti!

Eingangurinn fer þannig fram að einn knapi er inná vellinum í einu. Allir fá tvo hringi til þess að sýna gangtegund að eigin vali (séu sýndar tvær gangtegundir gildir hærri einkunnin) og gangtegundina þarf að sýna einn heilan hring svo hún gildi

Í bjór"töltinu" er bæði tímataka og keppni um að halda sem mestu í glasinu en frjálst val er um hvaða gangtegund er riðin.

Stigakeppnin er æsispennandi og allt getur gerst á þessu lokamóti

Skráning fer fram í gegnum email ([email protected]) eins og áður og það sem þarf að koma fram við skráningu er í hvaða grein verið er að skrá, nafn hests og knapa og flokk.

Skráningargjöld á að leggja inn á Brimfaxa (senda kvittun á mótanefnd).

Kt. 530410-2260

Rkn. 0146-15-250134

Skráning verður opin til klukkan 18:00 þann 22.apríl

Flokkaskipting og skráningargjöld

Pollaflokkur (undir 10) - Frítt

Barnaflokkur (10-13) - 500 kr

Unglingaflokkur (14-17) - 1000 kr

Fullorðinsflokkur (18 og eldri) - 1000 kr

Reiknum með að byrja kl 15 eins og á hinum mótunum og ráslistar koma inn á föstudagskvöldið

Eftir mótið verður verðlaunaafhending fyrir daginn og að auki veitum við verðlaunin fyrir glæsilegasta parið í þrígang, tilþrifaverðlaun í smala, bestu búningana í grímutöltinu og að sjálfsögðu stigakeppnina

Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 739
Gestir í gær: 88
Samtals flettingar: 475448
Samtals gestir: 48579
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 06:54:57