22.04.2022 20:46

Stóri plokkdagurinn 2022

 

Sunnudaginn 24. apríl verður stóri plokkdagurinn haldinn hátíðlegur um land allt og er fólk hvatt til að ganga um umhverfi sitt og tína upp plast, pappa og annað rusl sem fallið hefur til og liggur á víðavangi, á girðingum, í gróðri og í skurðum eftir veturinn. Það eru samtökin Plokk á Íslandi sem standa að deginum. Dagurinn er hugsaður sem upphaf plokk tímabilsins og sem vitundarvakning og hvatning til okkar allra um að huga að umhverfi okkar og neyslu.

Hægt er að skila pokum við Þjónustumiðstöðina en passa þarf að binda vel fyrir. Ef pokar eru mjög þungir má skilja þá eftir við veg en passa þarf frágang og senda tölvupóst um staðsetningu pokans á [email protected]

www.grindavik.is

 

Flettingar í dag: 207
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 120
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 334722
Samtals gestir: 31854
Tölur uppfærðar: 27.9.2023 07:34:16