Sælir félagar
Á morgun þann 5. júní ætlum við að bera á beitarhólfið kl. 19:00. Mætum með fötu og drífum
áburðinn á svo við getum tekið hólfið í notkun sem fyrst.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Kveðja
Stjórnin.
Nú fengum við klikkaða hugmynd Miðvikudaginn 9. ma+i verður hestadiskó í reiðhöllinni kl 19:00
?? ljós tónlist og fjör ...og þeir sem vilja klæða sig upp og skreyta hestinn sinn bara go wild! það ætlum við allavegana að gera
Hestarnir duga nú kannski ekki lengi í fjörinu en þegar þeir eru orðnir þreyttir þá bara fara þeir heim að sofa og við höldum áfram .
Pylsur,snakk og eitthvað partýnasl verður á staðnum en þið megið koma með drykki sjálf.
Þeir sem ekki vilja vera á hestbaki ...eða bara hafa ekki hest eru auðvitað velkomnir líka ooog fullorðna fólkið! Við skorum á ykkur að koma og skemmta ykkur með okkur! .
Æskulýðsnefndin
© 2023 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is