06.05.2016 13:28

Amazing race keppnin

Jakob Máni og Lilja Rós sigruðu Amazing race, en þau voru bláa liðið í keppninni og liðin þurftu m.a. að fá myndir af sér af sér með formanni Brimfaxa, með blómi, með hestamanni, bláum bíl o.s.frv. Einnig þurftu þau m.a. að redda sér kartöflum, wc pappír, bleyju, sprittkerti, ristuðu brauði og versla 4 hluti fyrir 400 kr. í Nettó.

04.05.2016 17:02

Íþróttamót Mána

Valgerður S. Valmundsdóttir var í 1. sæti í A-úrslitum í tölti T7 2 flokk á Fenju frá Holtsmúla 1 á opna íþróttamóti Mána sem haldið var á Mánagrund um sl. helgi.

03.05.2016 14:14

Amazing race

Jæja krakkar! Þá er komið að The amazing race. Mæting er við Kvikuna á morgun 4.maí klukkan 16:30 en þar verður ykkur skipt í lið og þið fáið nánari upplýsingar um hvað á að gera. Þeir sem eiga myndavélasíma eða myndavél, endilega kippa því með.
Sjáumst hress og kát.
Æskulýðsnefndin.

27.04.2016 23:26

1. maí

1. maí reiðin er nk. sunnudag, lagt verður af stað frá hesthúsahverfinu kl. 13:00
Kveðja, ferðanefnd.

23.04.2016 21:28

Heimsókn Sörlafélaga

Á sumardaginn fyrsta komu Sörlafélagar í heimsókn til okkar úr Hafnarfirði til að ríða út með okkur Brimfaxafélögum. Við gerðum átak í höllinni svo að við gætum tekið á móti þeim þar uppfrá með kaffi, kökum og grilluðum pylsum.
Reiðtúrinn var farinn í dásamlegu veðri frá reiðhöllinni og sem leið lá hringinn um Þorbjörn þar sem hestar og menn fengu að kynnast öllum gerðum af reiðgötum. Þetta mæltist vel fyrir hjá gestum enda mikil tilbreyting frá hefðbundnum reiðgötum þeirra Sörlamanna og ekki spillti landslagið enda rómað í bak og fyrir af gestunum. Glöggt er gests augað.
Svo enduðum við þennan reiðtúr í höllinni þar sem við gerðum vel við gesti okkar með veitingum og sýndum þeim höllina okkar. Við Brimfaxafélagar þökkum Sörlamönnum kærlega fyrir að sýna okkur þá virðingu að sækja okkur heim, treysta vinaböndin og kynnast Grindvískum reiðgötum og landslagi.
Myndir sem Guðlaug Björk tók eru komnar í myndaalbúmið.
Kær kveðja
Formaðurinn.

20.04.2016 22:53

Sumardagurinn fyrsti

Lagt verður af stað frá reiðhöllinni á morgun 21. apríl stundvíslega kl. 13:00 í reiðtúrinn með Sörlafélögum.

Vegna óviðráðanlerga aðstæðna verður bíókvöldinu sem átti að vera á morgun frestað. Það verður auglýst með góðum fyrirvara þegar hægt verður að halda það.

19.04.2016 08:12

Hestafótboltinn

Myndir frá hestafótboltanum eru komnar í myndaalbúmið. Á fimmtudaginn er bíókvöld en staðsetning og tími kemur fljótlega hér inn.

15.04.2016 12:30

Sörlamenn í heimsókn

Sörlamenn ætla að koma í heimsókn til okkar á sumardaginn fyrsta (21. apríl) og við ætlum að fara saman í  reiðtúr. Fyrirhugað er að fara Þorbjarnarhringinn og lagt verður af stað frá hesthúsahverfinu um eða eftir hádegi.
Kveðja, ferðanefnd.

14.04.2016 14:42

Reiðvegamálin

Minnum á fundinn á morgun, föstudaginn 15. apríl kl. 18:00 í Gjánni.
Formaður reiðveganefndar LH og Sæmundur Eiríksson umsjónarmaður kortasjá LH koma og kynna fyrir okkur kortasjána og ræða um reiðvegi.
Kv. Stjórnin.

13.04.2016 16:55

Boltadagur

Á morgun fimmtudag kl. 17:00 ætlum við að leyfa krökkunum að prufa að fara í hestafótbolta. Við verðum í höllinni hjá Palla og Mundu. Þetta verður örugglega mega fjör.
Sjáumst á morgun.
Kveðja, Jóhanna, Valgerður og Sunneva.

12.04.2016 09:26

Folaldasýning - úrslit

12 folöld tóku þátt í folaldasýningunni sem var 9. apríl sl. Eftir fyrirlestur og sýnikennslu hjá Magga Lár var farið að dæma og úrslit urðu eftirfarandi:
Hestfolöld

1. Aron frá Grindavík
Brúnblesóttur, sokkóttur, glaseygður
F: Hróður frá Refsstöðum. M: Dimma frá Laugarvöllum
Eig. og rækt. Styrmir Jóhannsson

2. Mótor frá Stafholti
Brúnn
F: Hreyfill frá Vorsabæ II. M: Mirra frá Stafholti
Eig. og rækt. Páll og Guðmunda

3. Fleygur frá Syðra Langholti
Móálóttur, nösóttur
F: Stáli frá Kjarri. M: Birta frá Heiði
Eig. Arna Þöll og Þorsteinn Gunnar 
Ræk. Páll og Guðmunda

Merfolöld

1. Sókn frá Syðra Langholti
Rauðtvístjörnótt
F: Toppur frá Auðsholtshjáleigu. M: Glóð frá Miðfelli
Eig. og rækt. Arna Þöll og Þorsteinn Gunnar

2. Akademía frá Ísólfsskála
Jörp
F: Röðull frá Hafnarfirði. M: Perla frá Gautavík.
Eig. Elka Mist Káradóttir
Rækt. Elka Mist og Kári Ölversson

3. Kátína frá Syðra Langholti
Brún
F: Geisli frá Sælukoti. M: Gleði frá Kaldbak
Eig. og rækt. Sigmundur Jóhannesson

Glæsilegasta folaldið að mati dómara:
Sókn frá Syðra Langholti.

Brimfaxi vill þakka Gluggar & Gler fyrir sýninguna, Palla og Mundu fyrir aðstöðuna og Hérastubb bakara fyrir allt ljúffenga bakkelsið.
Myndir frá sýningunni eru komnar í myndaalbúmið.

11.04.2016 10:18

Keppnisárið 2016

Börn, unglingar og ungmenni sem keppa fyrir hönd Brimfaxa árið 2016 geta fengið keppnisgjöld niðurgreidd á opnum mótum og einnig fengið niðurgreitt úrtöku fyrir landsmót og landsmótsgjald.
Keppendur eru beðnir um að hafa samband við Valgerði í síma 661-2046 eða á netfangið [email protected]

10.04.2016 11:40

Skautaferðin

Það var fjör hjá krökkunum á skautum í skautahöllinni og allir sammála um að þetta þyrfti að endurtaka. Nokkrar myndir frá skautahöllinni eru komnar í myndaalbúmið.
Næsti viðburður hjá æskulýðsdeildinni er fimmtudaginn 14. apríl en þá verður boltadagur. Staðsetning og tími verða auglýst þegar nær dregur.
Kveðja, æskulýðsdeildin.

07.04.2016 21:48

Fundur

Föstudaginn 15. apríl kl. 18:00 verður fundur í Gjánni með formanni reiðveganefndar LH og Sæmundi Eiríkssyni umsjónarmanni kortasjá LH. Þeir ætla að kynna fyrir okkur kortasjána og ræða um reiðvegi og hestamennsku.
Kveðja, stjórnin.

07.04.2016 12:40

Skráningar

Minnum á að skráning á folaldasýninguna og skráning í fjölskylduferðina lýkur í kvöld.
Sjá auglýsingar neðar á síðunni.

Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1138
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 138866
Samtals gestir: 6058
Tölur uppfærðar: 29.9.2022 02:34:10