
12 folöld tóku þátt í folaldasýningunni sem var 9. apríl sl. Eftir fyrirlestur og sýnikennslu hjá Magga Lár var farið að dæma og úrslit urðu eftirfarandi:
Hestfolöld
1. Aron frá Grindavík
Brúnblesóttur, sokkóttur, glaseygður
F: Hróður frá Refsstöðum. M: Dimma frá Laugarvöllum
Eig. og rækt. Styrmir Jóhannsson
2. Mótor frá Stafholti
Brúnn
F: Hreyfill frá Vorsabæ II. M: Mirra frá Stafholti
Eig. og rækt. Páll og Guðmunda
3. Fleygur frá Syðra Langholti
Móálóttur, nösóttur
F: Stáli frá Kjarri. M: Birta frá Heiði
Eig. Arna Þöll og Þorsteinn Gunnar
Ræk. Páll og Guðmunda
Merfolöld
1. Sókn frá Syðra Langholti
Rauðtvístjörnótt
F: Toppur frá Auðsholtshjáleigu. M: Glóð frá Miðfelli
Eig. og rækt. Arna Þöll og Þorsteinn Gunnar
2. Akademía frá Ísólfsskála
Jörp
F: Röðull frá Hafnarfirði. M: Perla frá Gautavík.
Eig. Elka Mist Káradóttir
Rækt. Elka Mist og Kári Ölversson
3. Kátína frá Syðra Langholti
Brún
F: Geisli frá Sælukoti. M: Gleði frá Kaldbak
Eig. og rækt. Sigmundur Jóhannesson
Glæsilegasta folaldið að mati dómara:
Sókn frá Syðra Langholti.
Brimfaxi vill þakka Gluggar & Gler fyrir sýninguna, Palla og Mundu fyrir aðstöðuna og Hérastubb bakara fyrir allt ljúffenga bakkelsið.
Myndir frá sýningunni eru komnar í myndaalbúmið.