26.02.2016 15:23

Þrautabraut

Krakkarnir á reiðnámskeiðinu fóru í þrautabrautir í staðinn fyrir kennslutímana sem féllu niður þann dag, þar sem kennarinn fór erlendis að keppa á World Tölt í Danmörku.
Sumir fengu líka að prufa og mátti sjá þar mjög efnilega unga hestaíþróttamenn.
Nokkrar myndir frá deginum eru í myndaalbúminu.

24.02.2016 21:47

Hestaferð 2016

Ferðanefnd Brimfaxa er búin að skipuleggja hestaferð dagana 8 - 11 júlí í sumar.
Búið er að panta skálann að Kletti í Þjórsárdal í þrjár nætur og planið er að fara dags ferðir út frá skálanum. Ferðin byrjar og endar í Stóru-Mástungu 2 í Gnúpverjahreppi ofan við Árnes. Dagleiðirnar eru um 25 km. þannig að 2 hestar ættu að duga flestum. Haldin verður kynningarfundur í maí. (nánar auglýst síðar)
Skráning og frekari upplýsingar eru hjá ferðanefnd.

20.02.2016 12:34

Félagsreiðtúrar á sunnudögum

Minnum á að félagsreiðtúrar verða alla sunnudaga í vetur.
Mæting á horninu hjá Styrmi og lagt af stað kl. 13:00.

19.02.2016 13:44

Öryggisfræðslan

Öryggisfræðsla æskulýðsdeildar Brimfaxa var haldin 16. feb. 2016. Valgerður byrjaði fræðsluna á að fræða gesti um öryggi í reiðtygjum og reiðfatnaði og því næst sagði Otti Rafn frá því hvernig 112 appið virkar, öryggi í útivist og útreiðum, viðbrögð við slysum og svo lengi mætti telja.
Nokkrar myndir frá fræðslunni má sjá í myndaalbúminu.

17.02.2016 21:51

Vinna í höllinni

Það vantar alltaf vinnuafl í reiðhöllina og við hvetjum alla að koma og hjálpa til. Nóg er af verkefnum og allir geta gert eitthvað í höllinni okkar sem er á lokasprettinum.
Kveðja, stjórnin.

14.02.2016 15:07

Öryggisfræðsla í björgunarsveitarhúsinu

Þriðjudaginn 16 feb. kl. 17:00 verður æskulýðsdeildin með fræðslu í björgunarsveitarhúsinu (Seljabót 10) sem varðar öryggi í útreiðum. Otti Rafn Sigmarsson kemur og kynnir 112 appið og fræðir einnig um hin ýmsu öryggismál.
Allir velkomnir.

03.02.2016 11:15

Reiðnámskeið

Reiðnámskeið hefst miðvikudaginn 10 febrúar og verður kennt á miðvikudögum í 6 skipti.
Kennt verður 10 og 17 feb. (24 feb. dettur út) 2, 9, 16 og 23 mars.
Kennt verður í reiðhöllinni hjá Palla og Mundu.
Reiðkennari verður Anna Björk Ólafsdóttir.

Takmarkað pláss og um að gera að panta strax en skráningu lýkur sunnudaginn 7. febrúar.
Börn og unglingar frá 6 - 16 ára sem ekki eiga hesta geta leigt hesta hjá Brimfaxa.
Grindavíkurbær niðurgreiðir barna- og unglinganámskeiðin og Brimfaxi niðurgreiðir akstursgjald kennara fyrir börn, unglinga og fullorðna.
Hópatímar fyrir börn og unglinga eru 50 mínútur.
Tímar fyrir fullorðna er 40 mín. en fyrsti tíminn er 50 mín.

Hópur 1 - Kennsla með leiguhestum
Byrjar kl. 15:00
Verð: 7.500 kr. alls.

Hópur 2 - Börn
Byrjar kl. 16:00
Verð: 5.000 kr. alls.

Hópur 3 - unglingar
Byrjar kl. 17:00
Verð: 5.000 kr. alls.

Fullorðnir:
Kennt verður frá kl 18:00
Verð 48.000 kr. alls.

Skráning fer fram í síma 848-0143.
Greiðsla fer fram við skráningu með að leggja inn á reikning Brimfaxa og senda staðfestingu á netfangið [email protected] og taka fram nafn þáttakanda.
Reikningsnúmer 0146 - 15 - 250134
Kennitala 530410-2260

20.01.2016 14:56

Þorrareið á sunnudaginn

Sunnudaginn næstkomandi 24. janúar ætlum við að byrja okkar vetrardagskrá á þorrareið. Mæting á horninu hjá Styrmi og lagt af stað klukkan 13:00. Takið svo næstu sunnudaga frá því ætlunin er að hafa fèlagsreiðtúra á sunnudögum klukkan 13:00.
Vonandi sjáum við sem flesta !
Stjórnin.

18.01.2016 17:50

Reiðtygi

Miðvikudaginn 20. janúar kl. 16:30 ætlum við að hittast í hesthúsinu hennar Jóhönnu Harðardóttur og byrja veturinn á að þrífa og bera á reiðtygin okkar.
Klútar og leðurfeiti verða á staðnum.

Kveða, æskulýðsnefnd.

06.01.2016 13:17

Öryggi í hestamennsku

Aldrei er of varlega farið og hestamenn þurfa ætíð að gæta að öryggi manns og hests. VÍS og Landsamband Hestamanna gáfu út bækling um öryggismál í hestamennsku.
Bæklinginn má sjá hér: Öryggi í hestamennsku

19.11.2015 11:50

Endurskinsátak hestamanna

Öryggisnefnd LH beinir því til allra hestamanna að nota endurskin þegar skyggja tekur. Hér er um að ræða ódýrt öryggistæki sem getur bjargað bæði knapa og hesti.
Á facebook síðu endurskinsátaks hestamanna má smá muninn á því hvað bílstjórinn sér, annarsvegar þegar notað er endurskin og hins vegar þegar það er ekki notað.

Kveðja frá Öryggisnefnd LH.

18.11.2015 14:51

Æskulýðsskýrsla 2015

Æskulýðsskýrsla Brimfaxa 2015 eru komin inn á vefsíðu LH.
Skýrsluna má sjá einnig á tenglinum hér til vinstri undir æskulýðsskýrslur.

17.11.2015 11:14

Uppfærsla

Vefsíðan hefur verið uppfærð.
Sjá má nýja stjórn og nefndir hér að ofan undir: Stjórn og nefndir.
Ný félagsgjöld má sjá undir: Um félagið.

16.11.2015 10:23

Aðalfundur í kvöld

Minnum á aðalfundinn í kvöld 16. nóv. kl. 19:30 í Salthúsinu.
Kv, stjórnin.

Flettingar í dag: 58
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 1138
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 138884
Samtals gestir: 6060
Tölur uppfærðar: 29.9.2022 02:55:14