22.05.2015 22:18

Vorverkin

Góðir félagar.
Munum eftir hreinsunardeginum á morgun 23. mai kl. 10.00 við förum einnig yfir girðinguna og lögum.
Þetta tekur stuttan tíma og er alltaf jafn skemmtilegt.
Kv.
Formaðurinn.

22.05.2015 14:00

Töltmótið

Töltmót Brimfaxa verður föstudaginn 29 maí.

Mótið hefst kl. 18:00 og er fyrir alla skuldlausa félagsmenn.

Keppt verður í tölti (T7) í þessari röð:
Pollaflokk
Barnaflokk
Unglingaflokk
Ungmennaflokk
Kvennaflokk
Karlaflokk

Veitt verða verðlaun fyrir öll sæti í yngri flokkum en þrjú efstu í kvenna- og karlaflokk.
Þáttökugjald er 1500 kr. fyrir kvenna- og karlaflokk en frítt í yngri flokka.
Hægt er að greiða inn á reikning Brimfaxa: 530410-2260 0146 - 15 - 250134

Skráning á mótið er hjá Ragga í síma 699-8228 eða á netfangið [email protected]
Síðasti skráningardagur er þriðjudagskvöldið 26. maí.

Eftir mót er fyrirhugað að grilla og við munum senda út nánari tilkynningu um það þegar nær dregur.

Kveðja, mótanefnd.

18.05.2015 22:10

Lagfæring á girðingu o.fl.

Laugardaginn 23. maí  ætlum við að hittast kl. 10:00 og laga girðinguna og taka til.
Allir velkomnir og margar hendur vinna létt verk.
Kv. Stjórnin.

18.05.2015 07:51

Íþróttamót Sörla

Aldís var í 4. sæti í B-úrslitum í fjórgangi unglinga á opna íþróttamóti Sörla sem var um helgina.
Á myndinni má sjá Aldísi á hryssuni sinni Gleði frá Firði á mótinu. 

15.05.2015 22:02

Úrval Útsýn kynnir skemmtilega ferð á HM 2015

Þau hjá Úrval Útsýn eru búin að setja saman spennandi ferð á HM í Herning, sem þau kalla "Frábær ferð eftir fyrri slátt", þar sem farið verður í gegnum Hamborg, áður en leiðin liggur til Herning, til að fá sem mest út úr ferðinni.
 
Flogið til Hamborgar 2.ágúst og byrjað á því að fara í heimsókn á íslenskan hestabúgarð í útjaðri Hamborgar, Vindhóla (www.vindholar.de) sem Íslendingurinn Einar Hermansson rekur ásamt konu sinni sem er þýsk. Þaðan er keyrt í rútu upp til Schleswig þar sem borðaður verður kvöldmatur og gist á notalegu sveitahóteli (kvöldmatur og morgunverður innifalið). Þar mun Sigurður Sæmundsson fararstjóri segja sögur og spá í spilin. Daginn eftir er keyrt áfram upp til Herning með viðkomu á Víkingasafninu 'Viking Museum Haithabu'. Komið til Herning að kvöldi 3.ágúst og gist á Scandic Regina hótelinu 3.-10.ágúst.
 
Hér má sjá allt um ferðina: http://www.urvalutsyn.is/hm-islenska-hestsins/
 
Með kveðju / Best regards / Mit freundlichen Grüssen
 
Vera Vilhjálmsdóttir
----------------------------------------------------------------------------------
Landssamband hestamannafélaga /
Landsmót hestamanna ehf.
Íþróttamiðstöðinni Laugardal
104 Reykjavík
s. 514 4030

11.05.2015 20:42

Töltmót Brimfaxa

Töltmót Brimfaxa verður haldið föstudaginn 29. maí kl. 18:00
Keppt verður í pollaflokk, barnaflokk, unglingaflokk, ungmennaflokk, kvennaflokk og karlaflokk.
Eftir mót er fyrirhugað að grilla og hafa gaman saman.
Mótið verður auglýst betur þegar nær dregur.
Kveðja, mótanefnd.

08.05.2015 13:59

Fleiri myndir frá 1. maí

Fleiri myndir frá 1. maí ferðinni eru komnar í myndalbúmið sem Jóhanna Harðard. og Sylvía Sól tóku.

04.05.2015 13:50

Myndir frá 1. maí

Munda tók nokkrar myndir í 1.maí ferðinni sem eru komnar í myndaalbúmið.

27.04.2015 18:41

Námskeið fyrir ungmenni sem stefna á úrtöku fyrir HM

Boðið verður upp á námskeið/aðstoð við þjálfun fyrir öll ungmenni sem stefna á úrtöku fyrir heimsmeistaramótið í sumar. Kennari verður Þórarinn Eymundsson.  Námskeiðið verður haldið í Andvarahöllinni núna um helgina 2.-3. maí og hefst kl. 8:30.
Allar nánari upplýsingar veitir Páll Bragi liðsstjóri landsliðsins.
Skráning er hafin á Sportfeng, námskeið, Ungmenni sem stefna á úrtöku fyrir HM
Bestu kveðjur,
Páll Bragi

27.04.2015 14:00

Ísólfsskálareið

Kæru félagar.
Á föstudaginn 1. mai ætlum við Brimfaxafélagar að fara í okkar árvissu Ísólfsskálareið, lagt verður af stað kl. 13.00 frá hesthúsunum.
Það verða veitingar á staðnum þannig að fólk þarf að hafa með sér pening ekki kort. Fullorðnir 1000. kr börn 500.
Kær kveðja.
Formaðurinn.

21.04.2015 15:06

Kvennatölt Spretts

Fljóð frá Grindavík sem er ræktuð af og í eigu Styrmis Jóhannssonar varð í 4. sæti í A-úrslitum í byrjendaflokk á Kvennatölti Spretts sem var 18. apríl sl. Knapi hennar var Marie-Josefine Naumann og voru þær í 1.sæti inn í A-úrslit og eftir harða úrslitakeppni urðu þær í 4. sæti sem er frábær árangur hjá nýliðum í keppni.

Brimfaxi átti þrjá fulltrúa á mótinu en Stella Ólafsdóttir og Katrín Eyberg kepptu í byrjendaflokk og Valgerður Valmundsdóttir í Minna vanar flokk og allar stóðu sig vel og sýndu góða sýningu.
Á mótinu mátti sjá fleiri ræktunarnöfn frá Grindavík, en Jóhanna Ólafsdóttir keppti á Heklu frá Grindavík í byrjendaflokk en Hekla er ræktuð af Ólafi R. Sigurðssyni. 

Yfir 150 konur kepptu á kvennatölti Spretts sem er metþáttaka og knapar og ræktendur úr Grindavík létu sig ekki vanta.
Meðfylgjandi mynd er af Valgerði á Pöndru frá Álfhólum á kvennatöltinu og við óskum eftir myndum frá mótinu og þær má senda á [email protected]

20.04.2015 13:26

Skjal frá Sótamönnum

Sótafélagar létu Brimfaxafélaga hafa þakkarskal fyrir móttökurnar sl. laugardag, á skjalinu er vísa sem er eftirfarandi:

Til Grindavíkur er leiðin greið
glöð frá nesinu leggjum á skeið
með reistan makka
við viljum þakka
Brim-faxa félögum þessa reið

Meðfylgjandi myndir eru af skjalinu og Steinunni Guðbjörnsdóttur og Hilmari Larsen sem Munda tók. Brimfaxi vill þakka Sóta fyrir frábæra heimsókn.

17.04.2015 15:16

Hestaferðin í sumar

Síðasti skráningardagur í hestaferðina í sumar er 1. maí nk.
Sjá auglýsingu hér: HESTAFERÐ

15.04.2015 08:31

Reiðtúr með Sótamönnum

Laugardaginn 18. apríl ætla félagsmenn úr hestamannafélaginu Sóta á Álftanesi að koma í heimsókn og fara í reiðtúr með okkur Brimfaxafélögum.
Reiðtúrinn hefst kl. 14:00 og við leggjum af stað frá hesthúsinu að Þórkötlustöðum og förum Hópsneshringinn og endum reiðtúrinn á kaffiveitingum og léttu spjalli.
Allir velkomnir.
Kveðja, formaðurinn.

Flettingar í dag: 51
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 2323
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 653922
Samtals gestir: 67037
Tölur uppfærðar: 14.9.2024 00:32:22